Draugar og leitin að skrokknum sem hvarf.

Hann var ekki beinlínis velkominn gesturinn sem stormaði inn í líf mitt með látum og ófriði í águst 2010. Kunni bókstaflega enga mannasiði og lagði undir sig allt með frekju og yfirgangi. Ýmsar tilraunir voru gerðar til þess að flæma hann í burt en hann sat bara sem fastast út í horni og urraði. Að lokum varð ljóst að hann var komin til þess að vera því engar aðgerðir, hvorki löglegar né ólöglegar voru þess megnar að losna við hann fyrir fullt og allt. Örlítil von kviknaði öðru hvoru en hun slökknaði jafn óðum þegar ég vaknaði daginn eftir og það fyrsta sem ég varð var við,  var þessi litli húmorslausi fílupúki sem starði á mig úr dimmu horni.

Gesturinn var nánast búin að snúa öllu mínu lífi á hvolf og ég gat ekki fundið neina almennilega lausn á þessari illþolanlegri sambúð. Það þýddi ekkert að öskra á hann því þá varð hann bara hálfu verri og ekki þýddi að hóta öllu illu, þá glotti hann bara þannig að skein í oddhvassar tennur. Erfitt var að láta eins og hann væri ekki þarna því hann liktaði illa og gaf frá sér undraleg óhljóð.
Þegar ég reyndi að siga yfirvöldum á hann þá horfði fulltrúi þeirra á mig ströngum augum, eftir að hann var búin að skoða öll skúmaskot, eins og ég væri að sóa dýrmætum tima hans sem betur væri varið í eitthvað allt annað  og sagði pirruðum rómi "þú gerir þér grein fyrir því að þetta er allt i höfðinu á þér"?Það borgar sig ekki að slá fulltrúa yfirvalda í hausinn, með hverju því sem hendi er næst, og ég gafst upp á að hringja í þá og kvarta

Síðasta úrræði, fyrir uppgjöfina,  verður að beita lúmsku og  taka í rólegheitunum vökva og næringu burt frá honum og athuga hvort hann verslist ekki bara upp eins og púkinn á fjóshaugnum og viðurkenni sig sigraðan. Skríði í burtu og inn í það svarthol sem hann skreið út úr og rati ekki til baka.

Þetta er AÐGERÐIN AÐ DUGA EÐA DREPAST. og hægt verður að fylgjast með þessar hrollvekjandi baráttu með reglubundnum bloggfærslun og vafamál að lesturinn verði við hæfi viðkvæmra og barna innan 16.

Ekki var auðvelt að velja vopnin fyrir þessa baráttu og það var ekki fyrr en eftir fleiri vikna heimildarleit á hinum blessaða veraldarvef að hernaðaráætlunin  fór að taka á sig endanlega mynd þó með tækifærum til breytinga, enda óvinurinn óvenju margsluginn og lumskur og lítið vitað um uppruna hans og æviferil og engin venjulega og viðurkennd fangabrögð höfðu gefið  neinn sérstakan árangur til þessa.

Drög að hernaðaráætlunin

1. Mataræði:   Ekki heiglum hent að mynda sér skoðun á því hvort breyting á mataræði skipti einhverju máli eða ekki. Sumir finna  mun á hinu og þessu aðrir ekki.
Ég hef soddan matarást að það hvarflar ekki að mér að breyta einu né neinu nema árangur þess sé studdur óyggjandi vísindalegum rökum. Í þessu tilfelli er því miður frekar lítið um rannsóknir og ekki voru læknarnir nein sérstök hjálp. Það var ekki fyrr en ég rakst á eitthvað sér hét GAPS diet á fésbókarsíðu vefjagigtarfólks á íslandi að önnur augnbrúnin lyftist aðeins.
Brunaði af stað á rafmagnshjólinu hans pabba út í bókasafn og fékk lánaða íslenska þýðingu á þessari bresku bók. Brunað til baka og hoppaði upp í rúm til þess að lesa þessa spennandi "ristils bók"! Náði tveimur blaðsíðum áður en ég sofnaði. Svona gekk þetta dágóða stund, 2bls, lúr, 2bls, lúr.

Kenningin er reyndar verulega sannfærandi, studd einhverjum vísindalegum rannsóknum og fellst i stuttu máli í því að ristill þeirra sem þjást áf ákveðnum kvillum er "undir óvinaárás" og getur því ekki sinnt starfi sínu sem skildi. Allt of mikið áf óæskilegum bakteríum og sveppum í baráttuhug. Hin friðsami  ristill verður fyrir svo miklu andlegu- og líkamlegu álagi að hann "lekur"  hálfmeltum ögnum og jafnvel eiturefnum sem þessar bakteríur framleiða, út í blóðrásina.  Ónæmiskerfið ærist við þetta og sendir "þungvopnaðan her" á staðinn. Við langvarandi stríð fær ónæmiskerfið taugaáfall og fer að gera alls kyns bombertur sem birtist í  hinum margvíslegum sjúkdómsmyndum. (Smá galli er að þetta hljómar eins og Jónína Ben en ég set algerlega mörkin við stólpipur!!!)
Aðferðin til þess að vinna þetta stríð er ákveðið mataræði og taka inn "góða gerla" í töfluformi. Það virðist ekki erfitt að fylgja þessu mataræði og mér finnst það hljóma mjög skynsamlega, einkum og sér í lagi þegar ég sá að ég mátti drekka minn eina kaffibolla á dag!!!

2. Hreyfing: Vissulega bráðnauðsynleg. Ætla að setja upp stundarská með fjölbreyttri hreyfingu. qui gong, ganga, hjóla, lyfta, synda og dansa salsa (er strax orðin uppgefin bara við að skrifa þetta)

3. Gjörhyggli : Halda áfram markvisst með gjörgyggli og íhugun verður sett inn í stundarskrá. Vinna áfram í sínum andlegu málefnum. Finn mér kannski góðan sálfræðing þegar ég kem heim í frí

4. Gera eitthvað skemmtilegt og/eða öðruvísi i hverri viku. Væri ekki vandamálið hér á íslandi þar sem maður þekkir vel til en mun meiri áskorun í Noregi

5. Nuddsessa á hverjum degi. Algjör snylld þessi sessa, nuddar upp og niður allar orkubrautir sitthvoru meginn við hrygginn.

6. Bætiefni: Taka inn lýsi, háskammta Dvítamín og liggja í epsom salt baði a.m.k. 3 i viku

6. Blogga: Veitir nauðsynlegt aðhald svo ég springi ekki á limminu EN eins og ég segi reglubundið "víst ég gat hætt að reykja þá get ég allt!!!" (svona nánast)

Lýst bara vel á þetta plan og gef þessu a.m.k. eitt ár og endurmet eftir það. Ekki er hægt að gefst upp fyrir þessum leiðinda gesti strax og ég neita að hörfa út í horn í mínu eigin húsi!!!

p.s. bloggið verður myndskreytt með myndlistinni minni svo hægt verður að fylgjast með þróunninni í þeim málum líka

Guðný að skrifa fyrsta blogg

Comments

Submitted by Guðný Pálína on

Sæl nafna. Ég sá tengilinn á bloggið þitt inni á vefjagigtarhópnum á fb. Ég hef ansi lengi verið að berjast við þennan sama draug, og breyting á mataræði er eitt af því sem ég hef reynt. Ég hef reyndar ekki prófað GAPS mataræðið sem slíkt, en það mataræði sem ég er á núna er ansi líkt því. Hlakka til að fá að fylgjast með hvernig gengur hjá þér. P.S. Ég er líka með blogg, sem ég nota að vissu leyti til að fá útrás fyrir þær tilfinningar sem fylgja því að vera með vefjagigtina og allt sem henni fylgir. Slóðin er: http://gudnypalina.blogspot.com/ svona ef þig langar að kíkja í heimsókn ;)

Submitted by Guðný Björk on

Sæl nafna. kem örugglega til með að kíka á bloggið þitt. Ég hef mikla trú á þessu Gaps mataræði vegna kenningarinnar sem liggur á baki og svo er bara að vona að skemdirnar séu afturkræfar. Og ef það virkar og maður fer eftir leiðbeiningum þá er þetta ekki eitthað sem maður þarf að vera á alla ævi og mér finnst það einnig mjög heillandi.